ESTA – Ferðaleyfi: Algengar Spurningar (FAQ)

 

Hvað er ferðaleyfi til Bandaríkjanna

Bandaríkin eru núna komin með ferðaleyfisveitingatæki fyrir Visa Waiver Program, til að tryggja að ferðalög án vegabréfsáritunar séu öruggari. ESTA (the electronic system for travel authorization) gerir fólki frá þeim löndum sem taka þátt í Visa Waiver Program kleyft að fá ferðaleyfi á netinu, á nokkrum mínútum, þegar þeir hafa ákveðið að ferðast til Bandaríkjanna.

Hver þarf að sækja um ESTA?

Ef þú ert að fara til Bandaríkjanna sem hluti af Visa Waiver Program og ferð flug eða sjóleið þarftu að sækja um ESTA. Ferðalangar á öllum aldri sem ekki eru með vegabréfsáritun (líka ungabörn) ættu að fá ferðaleyfi áður en haldið er til Bandaríkjanna. Þriðji aðili getur sótt um leyfi fyrir hönd hvaða ferðalangs sem er.

Kemst ég örugglega inn í Bandaríkin með samþykktu ferðaleyfi?

Nei því miður. Samþykkt ferðaleyfi þýðir að að þú uppfyllir kröfur til að ferðast til Bandaríkjanna sem hluti af Visa Waiver Program en innganga í Bandaríkin verður metin af fulltrúa landamæraeftirlitsins þegar þú kemur til Bandaríkjanna. Það fer eftir þeirra skoðun, það kann að vera ástæða til að neita þér um inngöngu í Bandaríkin annað hvort undir Visa Waiver Program eða lögum Bandaríkjanna.

Er ESTA það sama og vegabréfsáritun?

ESTA er ekki vegabréfsáritun heldur forskoðun og leyfi til að ferðast undir Visa Waiver Program, sem er hannað til að leyfa ferðalöngum að sniðganga vegabréfsáritunarferlið. ESTA leyfi er ekki jafngilt vegabréfsáritunar til Bandaríkjanna og kemur ekki í stað vegabréfsáritunar þar sem hennar er krafist fyrir ferðalög.
Ef þú ert þegar með vegabréfsáritun til að ferðast til Bandaríkjanna, þarftu ekki að fá ferðaleyfi gegnum ESTA: þú getur þá ferðast löglega til og frá Bandaríkjunum með þá áritun.

Hve lengi gildir ESTA ferðaleyfirð mitt?

ESTA umsókn gildir þangað til vegabréfið þitt rennur út, eða þangað til tvö ár eru liðin frá því að ferðaleyfið þitt var samþykkt – hvort sem kemur fyrst. ESTA ferðaleyfi geta verið endurkölluð, en þá verða þau ógild strax. Vertu viss um hve lengi leyfið þitt gildir, athugaðu Leyfi Smaþykkt skjáinn á umsókninni: Þar sérðu dagsetninguna þegar leyfið rennur út.

Hvenær þarf ég að sækja um ESTA?

Þú getur sótt um ESTA ferðaleyfi um leið og þú veist að þú ert að fara að ferðast til Bandaríkjanna, jafnvel þó að þú vitir ekki ennþá nákvæmlega hver ferðaáætlunin er. Samt sem áður ráðleggur heimavarnarráðuneytið aðþú sækir um ekki seinna en 72 tímum fyrir ferð, til að ganga úr skugga um að leyfið sé til taks daginn sem þú ferðast.

Hve löngu fyrir ferð er nauðsynlegt að sækja um ferðaleyfi gegnum ESTA?

Þú getur sótt um ESTA leyfi hvenær sem er áður en þú leggur af stað, en það er skynsamlegt samkvæmt HVR að sækja um ekki seinna en 72 tímum áður en þú ert að fara að ferðast. Í lang flestum tilfellum mun ESTA kerfið samþykkja eða hafna leyfinu þínu innan við mínútu eftir að umsóknin er móttekin, en kerfistöf kemur stundum fyrir og þú ættir að gera ráð fyrir því.
Það er í lagi þó þú hafir ekki ákveðið fyllilega ferðaplön ennþá: Þú getur sent inn ESTA umsókn þó þú hafir ekki álkveðið ferðaáætlun eða heimilisfang þar sem þú munt dveljast, og þú munt ekki þurfa að breyta þeim upplýsingum í ESTA ferðaleyfinu.
ESTA tekur við umsóknum á staðnum fyrir þá sem eru á síðustu stundu eða þá sem ferðast í neyð, en það er best að þurfa ekki að fara frá borði í Bandaríkjunum án ESTA ferðaleyfis.

Geta ferðalangar til BNA sótt um ESTA án þess að hafa ákveðna ferðaáætlun?

Já þú getur það! Ef þú ferðast til Bandaríkjanna undir Visa Waiver Program en þú veist ekki heimilisfangið sem þú gistir, skaltu einfaldlega skrifa hótelið eða slumpa á staðsetningu sem áfangastað þinn í Bandaríkjunum. Þú getur (en þarft ekki) uppfært þessar upplýsingar við ESTA þegar leyfið kemur er veitt.

Þurfa þeir sem eru frá löndum sem taka þátt í Visa Waiver Program að fá ferðaleyfi ef þeir eru bara að fara að millilenda í Bandaríkjunum en eru að fara í annað land?

Ef þú ert frá landi sem er hluti af Visa Waiver Program og millilendir í Bandaríkjunum, þarftu annað hvort að hafa vegabréfsáritun eða ESTA ferðaleyfi. Ef þú ert aðeins að fara að millilenda og ekki stoppa skaltu skrifa ‚In Transit‘ og loka áfangastaðinn þinn í ‚Heimilisfang í Bandaríkjunum‘ kassann á ESTA umsókninni.