Visa Waiver Program Ferlið (VWP) & Þáttöku Lönd

 

Hvað er Visa Waiver Program (VWP)?

Visa Waiver Program ferlið er bandarískt kerfi sem leyfir ríkisborgurum ákveðinna landa að ferðast án vegabréfsáritunar til Bandaríkjanna. Það á við um bæði viðskiptaferðir og skemmtiferðir, en aðeins ef dvölin er 90 dagar eða styttri.

Hvaða lönd taka þátt í Visa Waiver Program?

Visa Waiver Program er í boði fyrir fólk frá:

Andorra Ungverjalandi Noregi
Ástralíu Íslandi Portúgal
Austurríki Írlandi San Marínó
Belgíu Ítalíu Singapúr
Brúnei Japan Slóvakíu
Síle Lettlandi Slóveníu
Tékklandi Liechtenstein Suður Kóreu
Danmörku Litháen Spáni
Eistlandi Lúxemborg Svíþjóð
Finnlandi Möltu Sviss
Frakklandi Mónakó Tævan
Þýskalandi Hollandi Bretlandi
Grikklandi Nýja Sjálandi

Hver getur sótt um ESTA undir Visa Waiver Program (VWP)?

Þú getur tekið þátt í Visa Waiver Program ef þú:

 • Ert að fara til Bandaríkjanna í viðskiptaferð, millilendingu eða sem ferðamaður;
 • Munt dveljast í Bandaríkjunum færri en 90 daga;
 • Ert frá, ríkisborgari eða þegn Visa Waiver Program landa, sem listuð eru að ofan;
 • Ert með gilt vegabréf stílað á þig frá því landi;
 • Ert með ferðaáætlun sem endar í landi sem er ekki umdeilt eignarhald á eða á eyju sem er nálægt Bandaríkjunum, nema þú búir á svæðinu;
 • Ert með miða aftur til baka, eða áfram frá Bandaríkjunum með viðurkenndu ferðafélagi fyrir Visa Waiver Program;
 • Ert með samþykkt ferðaleyfi frá ESTA;
 • Ef þú uppfyllir kröfur Landamæraeftirlitsmanns Bandaríkjananna þegar þú kemur frá borði í Bandaríkjunum og hann sannfærist um að þú uppfyllir kröfur Visa Waiver Program og þú flokkast ekki sem ómóttækilegur samkvæmt Immigration and Nationality Act;
 • Formlega fyrirgerir rétti til að áfrýja, mótmæla eða fá yfirfarna ákvörðun fulltrúa Bandaríska landamæraeftirlitsins, þar með talið ákvörðun um að fjarlægja þig frá Bandaríkjunum byggða á Visa Waiver Program umsókn, nema þú sért að fara að sækja um hæli;
 • Staðfestir að þú fyrirgerir þessum rétti til yfirferðar, áfrýjunar eða mótmæla hvers konar brottrekstri frá Bandaríkjunum í tengslum við Visa Waiver Program umsókn eftir að fengin hafa verið útlitsgögn (mynd og/eða fingraför) þegar komið er frá borði í Bandaríkjunum;
 • Staðfestir að þú ert ekki hættulegur heilsu, öryggi, eða velferð Bandaríkjanna;
 • Staðfestir að þú hefur haldið þig við hvert og eitt skilyrði Visa Waiver Program á mögulegum undangengnum ferðum þínum til Bandaríkjanna undir nefndu kerfi.