ESTA Umsókn á Netinu – Algengar Spurningar

 

Hvaða upplýsingar þarf til að klára ESTA umsókn?

Þú ættir að hafa eftirfarandi upplýsingar við höndina þegar þú klárar ESTA umsóknina þína:

 • Nafn þitt og fæðingardag;
 • Vegabréfs upplýsingar (númer, útgáfuland, Síðasti dagur gildistíma);
 • Heimilisfang áfangastaðar þíns í Bandaríkjunum eins og það er áætlað þegar þú sækir um;
 • Upplýsingar varðandi smitsjúkdóma sem þú hefur borið ef einhver er;
 • Upplýsingar varðandi afbrotasögu þína eða dóma fyrir framda glæpi ef einhverjir eru;
 • Upplýsingar varðandi hvort þér hafi áður verið vísað úr landi eða vegabréfsáritun ógild.

Hvernig sæki ég um leyfi til að ferðast til Bandaríkjanna í Visa Waiver Program?

Fyllltu Út ESTA Umsókn Þína

Skráðu þig inn á ESTA síðuna og fylltu út eyðublöðin sem þér er séð fyrir með þeim upplýsingum sem beðið er um: listinn að ofan sem og ferðaáætlun, kreditkortaupplýsingar þínar, og sjö öryggisspurningar. Sækja þarf um fyrir alla einstaklinga sem ferðast saman í hóp og eru ekki þegar með vegabréfsáritun, þar með talin börn.

Sendu inn ESTA umsóknina þína

ESTA síðan mun leyfa þér að skoða og fara yfir umsóknina þína áður en þú sendir hana inn. Vertu viss um að allar upplýsingar séu réttar.

Borgaður ESTA Umsóknargjaldið

Samþykktu $4 Dollara umsóknargjald (eins og kveðið er á um í Travel Promotion Act, 2009) á kreditkortið þitt. Þú verður rukk(uð)aður um auka $10 Dollara ef umsóknin er samþykkt.

Fáðu Niðurstöður Umsóknar Þinnar

Yfirleitt fæst svar um stöðu ESTA umsóknar þinnar nánast samstundis (á innan við mínútu). Stundum þarf þó að bíða einhvern tíma meðan unnið er úr umsókninni; ef þú lendir í því mátu búast við að bíða í allt að 72 tíma eftir niðustöðum úr ESTA umsókninni.

Það eru þrjú möguleg svör við umsóknum:

 • Authorization Approved. Til Hamingju! Þú munt fá skjal til að prenta út sem staðfestir að umsóknin þín sé samþykkt ásamt kvittun um rukkun á kreditkortið þitt, þá máttu ferðast undir Visa Waiver Program. En mundu að ETA ferðaleyfi tryggir ekki leyfi til inngöngu í Bandaríkin; Þú þarft að fara gegnum skoðun hjá landamæraeftirlitinu þegar þú kemur frá borði, og það sker úr um hvort þú fáir inngöngu í Bandaríkin samkvæmt þarlendum lögum og reglum.
 • Travel Not Authorized. Því miður, þú hefur ekki fengið leyfi til að notfæra þér Visa Waiver Program til að ferðast til Bandaríkjanna. Það er ekki þar með sagt að þér verði meinuð innganga í Bandaríkin eða að þér verði bannað að ferðast, aðeins að þú getur ekki notað Visa Waiver Program. Þú færð kvittun fyrir greiðslu á úrvinnslugjaldinu með kreditkorti þínu. Næsta skref er að hafa samband við Bandaríska innanríkisráðuneytið eða sendiráð Bandaríkjanna til að ræða mögulega vegabréfsáritun.
 • Authorization Pending. Ef umsókn þín er ‘Í vinnslu’ getur kerfið ekki gefið þér svar stax sjálfkrafa heldur þarf að skoða umsókn þína um ferðaleyfi nánar. Þú munt fá nánari upplýsingar um hvernig þú getur athugað stöðu umsóknar að 72 tímum liðnum (þegar búið er að hafna eða samþykkja umsókninna). ‘í vinnslu’ þýðir ekki endilega ‘nei’.

Do travelers need to bring a paper printout of their travel authorization to the airport?

Þess er ekki krafist að þú sért með ferðaleyfi prentað út og við höndina – Bandaríska heimavarnarráðuneytið mun hafa rafræna skráningu á ferðaleyfi þínu. Samt sem áður er mælt með því að hafa það við höndina til að flugfélagið geti athugað stöðu ESTA umsóknar þinnar, vertu með númer ferðaleyfisins með þér í skjölum þínum.

Þarf ferðalangur einhvern tímann að sækja á nýjan leik um ferðaleyfi gegnum ESTA?

Það eru margar ástæður fyrir því að þú gætir þurft að sækja um nýtt ESTA ferðaleyfi. Þú ættir að sækja um aftur ef:

 • Þú fékkst nýtt vegabréf;
 • Þú breytir nafni þínu af einhverri ástæðu;
 • Þú hefur breytt formlega skráningu á kyni þínu;
 • Ef þú færð nýjan eða breyttan ríkisborgararétt;
 • Ef aðstæður þínar breytast og það breytir svarinu við einhverri að ‚já‘ og ‚nei‘ spurningunum í ESTA umsókninni;
 • Fyrra ESTA leyfi rennur út, annað hvort vegna þess að vegabréf rann út eða vegna þess að tvö ár eru liðin síðan þú fékkst síðast ferðaleyfi.

Fyrir nýja umsókn er rukkað sama gjald og fyrir upprunalegu umsóknina.

Hvernig getur ferðalangur sótt um ESTA án þess að hafa aðgang að internetinu?

Þar sem ESTA er eingöngu rafrænt ferli, þurfa ferðalangar sem ekki hafa aðgang að interneti að fá einhvern þriðja aðila (þjónustuaðila, ferðaskrifstofu, ættingja eða vin) til að sækja um ESTA fyrir sína hönd. Sá sem sótt er um fyrir ber ábyrgð á að svörin séu rétt.