Bandaríska ESTA netþjónustan – Persónuverndarstefna

Til að geta nýtt þjónustu okkar til fullnustu munt þú vera beðin/n um nauðsynlegar persónuupplýsingar. Okkur er annt um persónuvernd þína: Við munum aldrei fara fram á upplýsingar sem eru ekki nauðsynlegar fyrir þjónustu okkar, og við munu gæta allra upplýsinga sem þú lætur af hendi. Það að nota þessa síðu jafngildir samþykki á persónuverndarskilmálunum hér að neðan.

Upplýsingarnar sem við tökum á móti

Einu upplýsingarnar sem við munum óska eftir frá þér eru upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir ESTA umsókn. Við munum aldrei afla okkur upplýsinga um þig sem þú lætur okkur ekki í hendur og við munum ekki nota þær upplýsingar í öðrum tilgangi en að vinna ESTA umsókn.

Persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar eru upplýsingar eins og til dæmis nafn þitt, númer vegabréfs, heimilisfang, símanúmer og aðrar upplýsingar sem einkenna þér eða eiga aðeins við um þig. Við munum aðeins nota þessar upplýsingar fyrir ESTA umsóknina þína og mögulega finna upplýsingar sem væru nauðsynlegar til að endurgreiða þér.

Upplýsingar sem þú skaffar

Við munum ekki safna upplýsingum um þig sem nema þeim sem þú sem viðskiptavinur lætur okkur af fúsum og frjálsum vilja í té. Við munum aðeins nota upplýsingarnar sem þú lætur okkur fá í ESTA umsóknina þína, þú hefur látið okkur hafa þær í eyðublaðinu, þar með talið reikningsupplýsingar, svör við spurningum frá okkur eða skráningargögn.

Tæknilegar upplýsingar sem við söfnum

Aðrar upplýsingar sem við söfnum munu ekki vera persónuupplýsingar. Við gætum safnað upplýsingum um vef vafrann þinn eða öðrum tæknilegum gögnum til að hámarka virkni og auðvelda notkun síðunnar okkar, eða til að hjálpa við að leysa vandamál sem koma upp.

Vef merki og notkunarskoðun þriðja aðila

Síðan okkar gæti innihaldið vefmerki á ákveðnum síðum: Sérstök merki sem senda þriðja aðila tæknilegar upplýsingar eins og til dæmis hvaða vafra þú notar, skjáupplausn, hvernig tæki þú notar, hve lengi þú skoðaðir síðuna og hvaða cookies þú hefur leyft að dvelja í tölvunni. Upplýsingarnar eru ekki rekjanlegar eða persónulegar, og eru aðeins notaðar til að bæta frammistöðu síðunnar okkar.

Deiling upplýsinga

Einu skiptin sem við myndum deila upplýsingunum þínum er ef við ættum samkvæmt lögum að afhenda einhverjar upplýsingar eða notendagögn lögreglunni, dómstólum eða öðrum ríkisstofnunum gegn því að þess væri krafist eða fyrir lægi stefna eða dómsúrskurður.

Öryggi gagnanna þinna

Við skiljum að þegar við meðhöndlum kreditkortaupplýsingar og persónuupplýsingar er okkur treyst fyrir því að þau gögn séu örugg og vefþjónarnir okkar líka. Við notum HTTPS öruggan lagskiptan netþjón sem verndar öll gögn sem send eru til eða frá síðunni okkar..
Við uppfyllum einnig kröfur PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard sem er kröfuharður upplýsingaöryggis staðall fyrir fyrirtæki sem vilja taka borgun stærri kreditkorta fyrirtækja. Til dæmis VISA, MasterCard, American Express, JCP og Discover Online. Sem hluti af kröfum þeirra er kerfið okkar skannað mánaðarlega af þeim til að athuga hvort við gagnaöryggið og við framkvæmum sjálfir okkar eigin eftirlitskerfi til að viðhalda góðum svörunartíma vefþjóna.

Breytingar á persónuverndarstefnu okkar.

Við áskiljum okkur rétt til að breyta persónuvarndarstefnu okkar eftir þörfum. Ef þeim verður breytt höfum við skuldbundið okkur til að kynna breytingarnar á áberandi hátt á síðunni okkar og uppfæra þesa síðu líka. Áframhaldandi notkun á síðunni okkar jafngildir samþykki fyrir nýjum skilmálum
Breytingar á skilmálum eiga aðeins við um upplýsingar sem eru fengnar eftir að skilmálum er breytt nema leyfis þíns sé óskað sérstaklega og það fengið. Ef við þurfum að nota upplýsingar eftir breytingar sem þú settir inn áður munum við senda þér tölvupóst og óska leyfis eftir að hafa útskýrt vel og vandlega breytinguna og nýju skilmálana, sem þú mátt svo hafna eða samþykkja að vild.

Samþykkt skilmála

Notkun á þessari síðu jafngildir samþykki á persónuverdnarskilmálum okkar í núverandi mynd eða eins og þeir voru daginn sem þú heimsóttir síðuna. Ef þú samþykkir ekki skilmálana er það eina sem þú þarft að gera til að tryggja að þeir gildi ekki um þig að hætta að nota síðuna okkar.

Fylgni persónuverndarlaga

Við samþykkjum og fylgjum mörgum alríkis og ríkjalögum sem og ábendingum þriðju aðila auk þess sem við fylgjum eigin persónuverndarstefnu. Þau eru:

  • – PII (Personal Identifiable Information Guidelines) eru bandarískar reglugerðir sem kveða á um verkferla, ábygðir og leiðarljós til að vernda persónuupplýsingar;
  • – The Federal Trade Commission Fair inforation Practices, er bandarísk reglugerð sem kveður á um að við þurfum að upplýsa almenning um upplýsingasöfnun okkar, gera ölum mögulegt að samþykkja eða samþykkja ekki þá söfnun. Tryggja einstaklingum aðgang að gögnum sem hefur verið safnað um þá, tryggja að gögn séu örugg og rétt og tryggja að við höfum getu til að fylgja þessum reglum og að því fylgi afleiðingar að brjóta þær;
  • – CAN-SPAM reglugerðin sem setur því lög og skorður hvernig söluefni er komið til skila, þar með talin skilaboð sem ekki var óskað eftir eða ruslpóstur. Það kveður á um að hægt sé að skrá sig af póstlistum.
  • – The California Online Privacy Protection Act (CALOPPA) kveður á um aðgengilegar upplýsingar um, og staðla varðandi persónuverndarstefnu hjá síðum sem safna persónuupplýsingum um íbúa í Kaliforníuríki, hvort sem síðan sé hýst í Kaliforníu eða ekki.

Nýjasta útgáfa

Persónuvernarstefnan var uppfærð 1. Maí 2015.