Skilmála

Þar sem þú samþykkir skilmála okkar með því einu að nota síðuna okkar biðjum við þig um að lesa notendaskilmálana okkar vandlega áður en þú notar þjónustuna okkar.

Skilgreiningar

 • – Þegar minnst er á ,,Við“ ,,Okkar“eða álíka á það við um usa-visaservices.com eða önnur undirfyrirtæki.
 • – ,,Þjónusta“ eða ,,Þjónustur“ á við um Electronic System for Travel Authorization (ESTA) umsóknavinnslu þjónustu sem usa-visaservices.com sér um.
 • – ,,Skilmálar“ á við um notendaskilmála skjalið sem hægt er að nálgast á vefsíðunni.
 • – Öll tilvik þar sem ,,Notendaupplýsingar“, ,,Upplýsingar aðila“, ,,Þínar upplýsingar“, ,,Sérkennandi upplýsingar“ eða ,,persónuupplýsingar“ koma fram á það við um upplýsingar sem þú lætur af hendi varðandi þig eða aðra til þess að nýta þjónustu okkar.
 • – ,,Vefsíða“ og ,,Síðan“ á við um usa-visaservices.com
 • – ,,Virkur dagur“ á við þá daga vikunnar sem bankar eru opnir.
 • – ,,þú“, ,,Þitt“ , ,,Þér“, ,,Notandi“ , ,,aðili“, ,,Viðskiptavinur“, eða ,,Notandi“ á við um manneskju sem heimsækir síðuna.

Hver við erum

usa-visaservices.com er einkafyrirtæki og ekki tengt neinni ríkisstofnun, sem sérhæfir sig í yfirferð og úrvinnslu umsókna fyrir Electronic System for Travel Authorization fyrir ferðalanga sem vilja fara til Bandaríkjanna.

Company information

SOTTAX Global CO. LTD Nongprue sub district, Bang lamung district, chonburi province, 434/33, Village 12, Thailand Phone: +66955818473.

Úrvinnsluþjónusta okkar

Þeir sem vilja komast inn í Bandaríkin með flugi eða sjóleiðis undir Visa Waiver Program þurfa fyrst að fá samþykkt ferðaleyfi áður en haldið er af stað. ESTA ferlið biður þig um að svara nokkrum spurningum varðandi vegabréfið þitt, ferðasögu og ferðina sem þú ert að skipuleggja. Þjónusta okkar spyr þig nauðsynlegra spurninga til að fara yfir og vinna úr ESTA umsókninni.
Við hjálpum að koma í veg fyrir vandamál með ESTA umsóknina þína með því að leita að mögulegum vandamálum og hafa samband við þig til að fá fara yfir og staðfesta upplýsingar áður en við sendum umsóknina inn til samþykktar, og sendum bara inn umsóknir sem við teljum að séu gildar. Flestir umsækjendur fá samþykkt í tölvupósti frá þjónustunni okkar innan við 24 tímum seinna, ferlið getur þó tekið allt að 72 tíma.
Þess vegna er mælst til þess að þú sendir umsókn um leið og þú veist að þú munir ferðast. Þú getur sótt um ESTA áður en endanlegt ferðaáætlun er til þar sem samþykktar umsóknir er hægt að uppfæra með upplýsingum um áfangastað hvenær sem er fyrir brottför.
Ef innra mat okkar dæmir umsóknina þína sem líklega til að fá ekki samþykki beitum við endurgreiðslu loforði okkar og borgum þjónustugjöld áður en við sendum inn í ESTA kerfið, sem sparar þér úrvinnslugjöld sem ESTA rukkar fyrir allar umsóknir. Þú munt samt geta sent inn umsókn sjálf/ur eða gegnum annað einkafyrirtæki. Samt sem áður getur aðeins Bandaríska ríkið á endanum hafnað eða samþykkt umsóknir til ESTA.

Ef umsókn þinni er hafnað

Ef til þess kemur að ESTA umsókn þinni er hafnað munum við endurgreiða þjónustugjöld okkar að fullu á kreditkortið þitt og ráðleggjum þér að sækja um B-2 ferðamanna vegabréfsáritun í næsta sendiráði Bandaríkjanna eða ræðismanni.
Stundum kemur fyrir að Bandaríska ríkið dragi til baka samþykki á ESTA ferðaumsókn þá erum við því miður ekki fær um að endurgreiða en ráðleggjum sterklega að þú yfirfarir ESTA stöðuna þína áður en þú skráir þig inn á flugvelli eða pantar flug til Bandaríkjanna.

Efnið á síðunni okkar

Upplýsingarnar á síðunni okkar eiga rætur að rekja til sérþekkingar okkar sem og upplýsingar sem opnar eru almenningi varðandi ESTA og Visa Waiver Program. Þó við leggjum okkur fram við að upplýsingarnar sem við afhendum þér séu réttar, ákvæmar og fullkomnar er ESTA síbreytilegt kerfi, og villur eða vantanir gætu komið fyrir. Við ráðleggjum þér að líta á efnið á síðunni okkar sem almennar upplýsingar en ekki sem lagalega bindandi ráðgjöf og staðfestu áreiðanleika upplýsinganna ef þú ert óviss.

Tenglastefna

Hlekkir á aðrar síður sem við sýnum eru til þess að gefa auka upplýsingar annað hvort varðandi þjónustu okkar eða upplýsingar sem auðvelda ferð til Bandaríkjanna. Hlekkir á síður þriðja aðila þýðir ekki að við samþykkjum, mælum með, berum ábyrgð á þjónustu, vöru eða efni á þeim síðum sem hlekkur bendir á, þar með talið þín notkun á síðunum.

Vegabréfið þitt og vegabréfsáritun

Það er á þína ábyrgð að vegabréf, áritanir og ferðakröfur séu réttar og nýjar áður en þú skipuleggur ferð til Bandaríkjanna, og við berum enga ábyrgð á því ef þér verður neitað að fara um borð vegna þess að þú ert með ónóg eða röng gögn.

Eignarhald efnis síðunnar

Efnið á síðunni er skráð til einkanota og ekki til viðskipta. Þér er frjálst að ná í efnið okkar til einkanota á tölvunni þinni eða prenta út fyrir þig. Svo lengi sem höfundarréttur, vörumerki, og viðvaraninr séu enn áföst og óbreytt. Notkun í atvinnuskini, þýðingar eða endurdreifing efnisins er bönnuð.

Gjaldmiðill viðskipta

Við tökum því miður aðeins við borgunum í Bandaríkjadollar. Bankinn þinn eða kreditkortafyrirtæki eða annar borgunaraðili ákveður gengi þegar borgað er úr öðrum gjaldmiðli en dollar, við því miður getum ekki stjórnað eða bætt fyrir gengið sem þeir setja, eða fyrir nein útlensk millifærslugjöld sem þú ert rukkaður/uð um af fjármálastofnun þinni fyrir þjónustuna okkar, jafnvel þó þau séu með á kreditkortayfirlitinu.
Fyrir nánari upplýsingar varðandi útlensk færslugjöld, gengi, og hvernig gjöld eru skráð á yfirlitið þitt, vinsamlegst hafðu samband við þjónustufulltrúa í bankanum þínum.

Aðgangur að vefsvæði og leyfi

Við veitum takmarkað leyfi fyrir aðgangi að síðunni okkar, eingöngu til einkanota. Það þýðir:

 • – Þú mátt linka á síðuna okkar svo lengi sem hlekkurinn er ekki úr samhengi eða villandi, niðrandi eða móðgandi fyrir síðuna eða fyrirtækið. Við leyfum okkur að taka þetta leyfi til baka hvenær sem er;
 • – Hlekkir mega ekki innihalda merki okkar, vörumerki eða viðvaranir án sérstaks leyfis frá okkur;
 • – Þú mátt ekki breyta efni síðunnar án þess að fá skriflegt leyfi;
 • – Þú mátt ekki sækja efni síðunnar fyrir önnur not en einkanot sem lýst er að ofan og fyrir sjálfvirka virkni vafra;
 • – Þú mátt ekki nota neinn hluta síðunnar eða efni hennar í gróðaskyni, eða afrita, handvirkt eða sjálfvirkt, ekkert efni hérna hvort sem er í viðskipta eða gróðaskyni.
 • – Þú mátt ekki láta aðra síðu innihalda efni þessarar síðu á nokkurn hátt;
 • – Þú mátt ekki nota undirtögg, falinn texta, eða neina aðra leið sem notfærir sér nafn okkar eða vörumerki án sérstaks leyfis.

Þessar takmarkanir gilda fyrir hverja og eina síðu og innihald, þar með talið: texta, myndir, eyðublöð, merki, vörumerki og eiginleikar síðunnar í uppbyggingu eða útliti.

Höfundarréttur

Allt efni síðunnar er eign usa-visaservices.com og fellur undir alþjóðlegar og landlægar höfundarréttarreglur í öllum löndum þar sem þjónusta okkar býðst. Efni felur í sér allan texta, myndir, eiginleika síðu, eyðublöð, vistuð gögn, margmiðlunargögn og tengdan hugbúnað; Bæði einstaka eiginleika síðu og skrár sem og síðan sem heild. Allur hugbúnaður sem er notaður er eign usa-visaservices.com eða byrgja okkar og er varið með höfundarréttarlögum.

Leyfi til samskipta

Með því að fara á síðuna okkar og eiga í samskiptum rafrænt við fyrirtækið okkar, samþykkir þú samskipti á sama rafræna máta, og samþykkir að þessi rafræmu samskipti skulu álitin af báðum aðilum að uppfylli allar lagalegar kröfur sem jafngilda að samskiptin væru skrifleg. Þetta samþykki nær yfir tilkynningar, útlistanir, viljayfirlýsingar og samþykki.
Við áksiljum okkur rétt til að hafa samband við þig gegnum tölvupóst eða með virkni síðunnar sem hönnuð er fyrir samskipti og tökum ekki þátt í eða svörum öðrum samskiptum.
Ef þú svarar ekki samskiptum frá okkur varðandi þjónustu innan tveggja daga munum við halda áfram með upplýsingarnar sem við höfum fengið frá þér eða hættum við umsóknarþjónustuna ef við getum ekki haldið áfram.
Ef þú vilt hætta samskiptum við okkur, hafðu samband gegnum tölvupóst. Við getum þó ekki borið ábyrgð á að gögn týnist varðandi ESTA umsóknina þína ef þú ákveður að hætta þjónustu hjá okkur.

Uppsögn þjónustu

Við áskiljum okkur rétt til að hætta að veita þjónustu og/eða hætta við umsóknina þína hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er, þar með talin ólögleg notkun heimasíðunnar eða á óviðeigandi máta, að þú hafir gefið upp rangar eða afvegaleiðandi upplýsingar, eða að þú hafir brotið gegn einhverjum af notendaskilmálum okkar. Þegar hætt er við eyðum við öllum þjónustum sem við sáum um, aðgangi þínum að síðunni okkar að hluta til eða öllu leyti, og skráningu þinni á síðunni okkar.

Upplýsingar til að svara ESTA spurningum

Svaraðu ‚Já‘ varðandi hvort þú sért með geðræna eða líkamlega kvilla ef:

 • – Þú ert núna með líkamlegan eða andlegan kvilla og þú hefur áður vegna kvillans stofnað eða gætir stofnað í hættu öryggi, velferð eða eignum þínum og annarra;
 • – Þú hefur áður átt við andlegan eða líkamlegan kvilla, og þú hefur sögu af því að afleidd hegðun stofnaði í hættu öryggi, velferð eða eignum þínum og annarra og það er líklegt að það endurtaki sig eða geti átt þátt í annarri skaðlegri hegðun.

Svaraðu ‚nei‘ í spurningunni um andlega eða líkamlega kvilla ef:

 • – Þú ert ekki og hefur ekki átt við andlega eða líkamlega kvilla að stríða;
 • – Þú ert núna eða hefur áður þjáðst af andlegu eða líkamlegu meini en það hafði ekki áhrif á hegðun sem stofnaði í hættu öryggi, velferð eða eignum þínum eða annarra;
 • – Þú hefur áður þjáðst af líkamlegu eða andlegu meini og hefur sögu af hegðun sem stofnaði í hættu öryggi, velferð eða eignum þínum og annarra, en hegðunin mun líklega ekki taka sig upp aftur.

Uppfærslur á notendaskilmálum okkar

Við áskiljum okkur rétt til að uppfæra, laga eða breyta notendaskilmálunum án þess að gera notendum viðvart fyrirfram varðandi breytingar á þjónustu, öryggi eða til að koma til móts við lagalegar kröfur. Vinsamlegast farðu reglulega yfir skilmálana því áframhaldandi notkun á síðunni og þjónustunni táknar samþykki á skilmálunum.


Síðast uppfært: 1. Maí 2015