Hvað Á Að Gera Ef ESTA Umsókn Er Hafnað (FAQ)

 

Hvað ef í ljós kemur að umsækjandi uppfylli ekki skilyrði fyrir Visa Waiver Program?

Ef þér var synjað um ESTA ferðaleyfi munt þú ekki fá inngöngu í Bandaríkin undir Visa Waiver Program. Það mun hafa þær afleiðingar að þú verður sendur aftur heim (eða til baka til þess lands hvaðan þú komst, sé það ekki heimaland þitt ef þú hefur miða þaðan báðar leiðir) með sama flugfélagi og þú komst með.

Hvað á ferðalangur að gera ef hann eða hún fær ekki ferðaleyfi gegnum ESTA?

Ef umsókn þinni hefur verið hafnað getur þú samt sem áður ferðast með því að sækja um vegabréfsáritun í næsta bandaríska sendiráði eða ræðismannaskrifstofu. ESTA metur aðeins hvort þú uppfyllir skilyrðin sem sett eru í Visa Waiver Program, ekki hvort þú megir ferðast til Banraríkjanna almennt. Synjun um ESTA er ekki sjálfkrafa synjun um inngöngu í Bandaríkin.

Ætti sá sem ekki færð ferðaleyfi gegnum ESTA að sækja um aftur?

Önnur umsókn myndi skila sömu niðurstöðu nema aðstæður þínar hafi breyst svo að það hafi áhrif á ESTA umsóknina: Semsagt synjun á að mega ferðast undi Visa Waiver Program. Við mælum gegn því, sem og að gefa rangar eða ófullnægjandi upplýsingar í ESTA umsókn í von um að breyta niðurstöðunni: Það hefur þær afleiðingar að þú mátt aldrei ferðast undir Visa Waiver Program.
Sértu í þeirri stöðu að ESTA umsókn hefur verið hafnað er það besta í stöðunni að sækja um á næsta bandaríska sendiráði eða ræðismannaskrifstofu.

Hvernig er hægt að komast að því hvers vegna umsókn hefur verið hafnað?

ESTA síðan geymir hlekk á Travel Redress Inquiry Program (TRIP) hjá heimavarnarráðuneytinu. Varnamálaráðuneytið hannaði ESTA kerfið þannig að það synjar aðeins einstaklingum sem hafa sjálfir gefið upplýsingarnar sem leiddu til synjunar á þáttöku í Visa Waiver Program, TRIP fyrirspurn tryggir ekki breytta ESTA niðurstöðu. Sömuleiðis geta bandarísk sendiráð eða ræðismenn ekki gefið upplýsingar um niðurstöður ESTA ákvarðana.
Sértu í þeirri stöðu að ESTA umsókn hefur verið hafnað er það besta í stöðunni að sækja um á næsta bandaríska sendiráði eða ræðismannaskrifstofu.